Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. október 2017 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Puel: Fullkominn dagur
Mynd: Getty Images
Claude Puel stýrði Leicester til sigurs gegn Everton í ensku Úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti leikur Leicester með Puel við stjórnvölinn og þrjú mikilvæg stig komin í hús, sem koma liðinu upp í 11. sæti, með 12 stig eftir 10 umferðir.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna, við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og mér fannst frábært hvernig Mahrez og Vardy unnu saman að fyrsta markinu," sagði Puel að leikslokum.

„Síðari hálfleikurinn var erfiður því Everton er með gott lið, en strákarnir vörðust sómasamlega og héldu hreinu.

„Þetta er búinn að vera fullkominn dagur og ég vona að þetta sé bara byrjunin á einhverju frábæru. Ég vil senda stuðningsmönnum sérstakar þakkir fyrir að taka hlýlega á móti mér."

Athugasemdir
banner
banner