Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingin á Fram vekur athygli út fyrir Ísland - „Þeir eru sigurvegarar"
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fagnar marki.
Fram fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson og Rúnar.
Helgi Sigurðsson og Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.
Ólafur Íshólm Ólafsson hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er með sex stig eftir þrjá leiki.
Fram er með sex stig eftir þrjá leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er lið sem hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi mótsins í Bestu deild karla. Fram er með sex stig eftir þrjá leiki og var liðið afar afar óheppið að fá ekki neitt gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í annarri umferð.

„Ég talaði við Framara sem er vel innvinklaður í þetta og hann var að segja mér að þeir væru ekki bara hrifnir af Rúnari, heldur allra dýnamíkinni sem er í teyminu hjá honum," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu á dögunum þegar rætt var um Fram.

Rúnar Kristinsson tók við Fram í vetur og var Helgi Sigurðsson ráðinn honum til aðstoðar. Þeir hafa þétt raðirnar hjá Fram og búið til afar vel skipulagt lið. Í fyrra fékk ekkert lið á sig fleiri mörk en Fram í Bestu deildinni (56) en liðið er bara búið að fá á sig eitt mark í fyrstu þremur leikjunum núna.

„Þessi taktík og þessi þroski sem kemur með Rúnari og félögum, það er virkilega aðdáunarvert," sagði Valur Gunnarsson í þættinum.

„Framarar eru skuggalega nálægt því að vera með fullt hús," sagði Elvar. „Þeir voru að mörgu leyti rændir á móti Víkingum," sagði Valur en það var jafnframt rætt um það í þættinum að Rúnar væri að fá alla leikmenn liðsins til að leggja á sig mikla varnarvinnu, þar á meðal Fred Saraiva og Tiago Fernandes sem hafa verið ákveðnir lúxusleikmenn síðustu árin.

Vakið athygli fyrir utan Ísland
Breytingarnar hjá Fram hafa ekki bara vakið athygli hér á Íslandi því Englendingurinn Chris Blyth skrifaði ítarlegan þráð um þær á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Blyth er njósnari og leikgreinandi fyrir HamKam sem leikur í norsku úrvalsdeildinni.

„Saman hafa þeir náð að meðaltali í 1,7 stig í leik á þjálfaraferli sínum. Þeir eru sigurvegarar," skrifar Blyth um þá Rúnar og Helga sem tóku við Fram í vetur.

Í þræðinum fer hann yfir það frá tölfræðilegu sjónarhorni hvernig koma Rúnars hefur breytt Fram. Hann nefnir það í þræðinum að eftir að Rúnar kom þá hafi Framliðið náð að þróa með sér heilbrigt og gott samband við vítateigana.

„Ef Fram heldur áfram að þróa með sér gott samband við kassann vítateigana varðandi skotdreifingu með og á móti, þá gefa þeir sér góðan möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar á þessari leiktíð. Það er merkileg atburðarás miðað við síðustu ár."

Meiri sál og meira samfélag
Fótbolti.net forvitnaðist aðeins með það af hverju Blyth væri að skrifa þráð um Fram en hann sagði þá:

„Ég hóf nýverið störf hjá HamKam og er þar í njósnahópnum. Ég hef kunnað vel við norskan fótbolta í mörg ár og ég man eftir því að hafa horft á John Carew hjá Valerenga og Roar Strand og Harald Bratbakk hjá Rosenborg. Ég fór svo í kjölfarið að fylgjast aðeins með íslenskum fótbolta út af tengingunni við Noreg."

„Mér finnst gaman að íslenska boltanum og þá sérstaklega finnst mér gaman að fylgjast með Breiðabliki og núna með Fram. Ég hef fylgst vel með deildinni núna og ég gat ekki annað en tekið eftir þessari góðu byrjun hjá Fram. Ég skoðaði þetta því aðeins betur og tók þá eftir þjálfarabreytingunum og breytingu á áherslum frá síðasta tímabili. Ég hugsaði vá, þetta er áhugavert."

„Ég er með mikinn tíma fyrir félög sem vilja gera meira en búist er við af þeim og þegar það gengur upp, þá er það enn áhugaverðara. Fram er félag með mikla sögu og ég myndi elska að sjá þá verða eitt sterkasta félag Íslands aftur," segir Blyth og bætir við:

„Mér finnst að það eigi að ræða meira um 'minni deildirnar' því það er meiri sál í þeim og það myndast meira samfélag þær, sérstaklega á það við íslenska boltann. Ég hugsaði kannski að með þessum þræði að ég gæti komið fleiri augum á deildina."

Hann er líka að skoða íslenska leikmenn í starfi sínu hjá HamKam. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson eru á meðal leikmanna félagsins.

„Í starfi mínu er ég að skoða ýmsar deildir þar sem eru leikmenn sem gætu staðið sig vel fyrir okkur. Íslenska deildin er full af hæfileikaríkum leikmönnum," segir Blyth en hann stefnir á að skrifa meira um íslenska boltann á næstunni.

Næsti leikur Fram er gegn Árbæ á AVIS-vellinum í Laugardal klukkan 14:00 á morgun. Sá leikur er í Mjólkurbikarnum.


Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner