Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. janúar 2019 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester City fyrsta liðið til að vinna Liverpool
Sane skoraði sigurmark City.
Sane skoraði sigurmark City.
Mynd: Getty Images
Fyrsta tap Liverpool kom í kvöld.
Fyrsta tap Liverpool kom í kvöld.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 1 Liverpool
1-0 Sergio Aguero ('40 )
1-1 Roberto Firmino ('64 )
2-1 Leroy Sane ('72 )

Það er áfram spenna í titilbaráttunni á Englandi þar sem Manchester City vann Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrir leikinn var Liverpool með sjö stiga forskot á City sem var í þriðja sæti. City þurfti helst að vinna þennan leik til að missa Liverpool ekki of langt frá sér.

Hvernig fór hann ekki inn?
Leikurinn byrjaði af miklum krafti en Liverpool fékk gullið tækifæri til að komast yfir eftir rétt tæpar 20 mínútur.

Mohamed Salah átti þá flotta sendingu á Sadio Mane sem átti skot sem fór í innanverða stöngina og barst þaðan til John Stones, varnarmanns City. Stones reyndi að negla boltanum í burtu en boltinn fór þá beint í Ederson, markvörð City. Það endaði næstum því með sjálfsmarki en Stones náði á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga.

Þetta hefði verið mjög skrautlegt sjálfsmark.


Aguero kom City yfir með þrumuskoti
Á 40. mínútu kom fyrsta mark leiksins en það gerði Sergio Aguero fyrir Manchester City úr mjög þröngu færi. Hann átti þrumuskot á nærstöngina. Alisson í marki Liverpool réð ekki við það.

Staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og seinni hálfleikurinn var ekki síðri.

Heimamenn tóku stigin þrjú
Eftir 20 mínútur í seinni hálfleik jöfnuðu gestirnir frá Liverpool og var þar að verki Roberto Firmino, sem skoraði þrennu í síðasta leik gegn Arsenal.

Trent Alexander-Arnold átti frábæra sendingu yfir á liðsfélaga sinn, Andrew Robertson, sem kom boltanum fyrir markið. Firmino var þar á auðum sjó og gat lítið annað gert en að koma boltanum í markið. Laglegt mark.

Staðan var ekk lengi jöfn því City komst aftur yfir á 72. mínútu eftir laglega sókn. Raheem Sterling átti góða sendingu á Leroy Sane og kláraði Þjóðverjinn með skoti í stöngina og inn.

Liverpool fékk klárlega færi til að jafna metin á lokamínútunum en City náði að halda út og vinna frábæran sigur.

Hvað þýða þessi úrslit?
Titilbaráttan er enn spennandi. Nú er munurinn bara fjögur stig á milli Liverpool og Manchester City.

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, hélt því fram að Liverpool gæti farið í gegnum þetta tímabil án þess að tapa úrvalsdeildarleik, en í kvöld kom fyrsta tapið.


Athugasemdir
banner
banner