Tveir leikir eru búnir að skipta yfir í Hauka í 2. deild á gluggadeginum í dag. Um er að ræða leikmenn sem eru báðir uppaldir hjá félaginu, Hallur Húni Þorsteinsson og Óliver Steinar Guðmundsson.
Hallur Húni er varnarmaður sem er fæddur árið 2003. Hann skiptir alfarið yfir í Hauka frá Fylki eftir að hafa verið á láni í Hafnarfirðinum í fyrra.
Hallur, sem lék í yngri flokkum Hauka áður en hann fór í Fylki, spilaði tíu leiki með Haukum í 2. deild í fyrra.
Óliver Steinar er miðjumaður sem er fæddur árið 2004. Hann skiptir yfir frá Val og kemur alfarið yfir í Hauka.
Óliver samdi við Val fyrir síðasta sumar eftir dvöl hjá Atalanta á Ítalíu. Hann fór til Atalanta eftir sumarið 2020 og lék þar með unglingaliðum félagsins.
Miðjumaðurinn kom við sögu í einum leik með meistaraflokki Vals síðasta sumar en hann byrjaði í 4-1 sigri liðsins gegn RB í Mjólkurbikarnum. Hann spilaði mestmegnis með 2. flokki á síðasta ári en mun núna leika með meistaraflokki Hauka í 2. deild.
Það er spurning hvort blekið sé þornað á Ásvöllum í dag.
Athugasemdir