Markvörðurinn Beitir Ólafsson hefur fengið félagaskipti frá KR í uppeldisfélagið sitt HK.
Beitir er 37 ára og lék einn leik með Gróttu í fyrra. Hann hefur fyrir utan það verið hjá KR frá sumrinu 2017 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.
Beitir er 37 ára og lék einn leik með Gróttu í fyrra. Hann hefur fyrir utan það verið hjá KR frá sumrinu 2017 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.
Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2004 og á alls að baki 382 KSÍ leiki. Hann hefur spilað með Gróttu, KR, Keflavík, HK, Ými og Aftureldingu á sínum ferli. Þá lék hann á sínum tíma þrjá leiki með U19 landsliðinu.
HK á bikarleik gegn Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld en Beitir fær ekki leikheimild fyrr en á morgun.
Arnar Freyr Ólafsson er aðalmarkvörður HK og væntanlega verið að fá Beiti til að vera til taks.
Komnir
George Nunn frá Englandi
Þorsteinn Aron Antonsson frá Val á láni
Eiður Gauti Sæbjörnsson frá Ými
Beitir Ólafsson frá KR
Viktor Helgi Benediktsson frá Færeyjum
Farnir
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Anton Söjberg til Færeyja
Hassan Jalloh til Grindavíkur
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)
Athugasemdir