Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um fyrsta sigurinn: Tilfinningin er ótrúleg
Mikel Arteta og David Luiz eftir leikinn
Mikel Arteta og David Luiz eftir leikinn
Mynd: Getty Images
Það var mikill léttir fyrir Mikel Arteta, stjóra Arsenal, að ná í fyrsta sigurinn en liðið vann Manchester United 2-0 á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Nicolas Pepe skoraði á 10. mínútu og átti svo hornspyrnuna sem skilaði marki frá Sokratis undir lok fyrri hálfleiks.

Það var gleði í Arsenal-liðinu og skilaðið liðið inn frábærri frammistöðu og hrósaði Arteta leikmönnum fyrir það.

„Tilfinningin er frábær og í raun ótrúleg. Ég er svo ánægður og stoltur af leikmönnunum og frammistöðunni sem þeir skiluðu í dag," sagði Arteta.

„Þetta var miklu betra í fyrri hálfleiknum en þeim síðari. Það gekk allt mjög vel eins og við lögðum upp með. Við fengum nóg af færum til að klára leikinn fyrr og svo í síðari hálfleiknum var þreyta í okkur."

„Ég fann það frá fyrstu mínútu að andrúmsloftið var öðruvísi. Ég vil þakka stuðningsmönnum innilega fyrir því við þurftum virkilega á þeim að halda. Leikmennirnir spila svo miklu betur þegar þeir styðja okkur. Vonandi gáfum við þeim eitthvað til að vera stoltir af."

„Ég reyni að hjálpa leikmönnunum eins mikið og mögulegt er og gefa þeim tækifæri á að líða vel. Þeir verða hins vegar að skila sínu og ég er svo ánægður með að þeir eru að gera það núna. Við erum að bæta okkur og við þurftum þennan sigur og við náðum í hann,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner