Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Villa og City: De Bruyne og Bernardo á bekknum
Phil Foden er í byrjunarliði Man City.
Phil Foden er í byrjunarliði Man City.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Manchester City eigast við í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley. Viðureignin hefst eftir innan við klukkutíma og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Bernardo Silva byrja allir á bekknum hjá Manchester City. Phil Foden fær tækifæri með byrjunarliðinu og sér hann um miðsvæðið ásamt Ilkay Gündogan og Rodrigo.

Raheem Sterling og David Silva byrja ásamt Sergio Agüero í sóknarlínunni.

Man City freistar þess að vinna keppnina þriðja árið í röð á meðan Villa getur unnið keppnina í sjötta sinn frá upphafi. Man City er næst sigursælasta lið keppninnar og hefur unnið sex sinnum.

Aston Villa: Nyland, Guilbert, Engels, Mings, Targett, D. Luiz, Nakamba, Elmohamady, Grealish, El Ghazi, Samatta
Varamenn: Reina, Konsa, Taylor, Hourihane, Lansbury, Trezeguet, Davis

Man City: Bravo, Walker, Stones, Fernandinho, Zinchenko, Rodrigo, Gundogan, Foden, D. Silva, Sterling, Aguero
Varamenn: Ederson, Mendy, B. Silva, Otamendi, Mahrez, De Bruyne, Jesus
Athugasemdir
banner
banner
banner