Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júní 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Aðstoðarþjálfari Gerrard tekinn við QPR (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Queens Park Rangers er búið að ráða Michael Beale sem knattspyrnustjóra en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Steven Gerrard undanfarin misseri.


Beale yfirgefur stöðu sína sem aðstoðarþjálfari Aston Villa en þar áður starfaði hann hjá Rangers og færði sig á milli félaga með Gerrard.

Beale skrifar undir þriggja ára samning við QPR sem endaði í ellefta sæti Championship deildarinnar í vor, níu stigum frá umspilssæti.

Beale tekur við af Mark Warburton sem rann út á samningi hjá QPR.


Athugasemdir
banner
banner
banner