Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fös 26. apríl 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara mjög skemmtilegt," segir Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, um þá tilhugsun að mæta Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Aron Elí fór upp á svið á Laugardalsvelli í dag og dró þar Valsmenn, sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Þetta verður verðugt verkefni fyrir Aftureldingu en ekki síður skemmtilegt.

Það er sérstaklega spennandi fyrir Aron þar sem hann er uppalinn í Val og bróðir hans, Birkir Már Sævarsson, leikur með Hlíðarendafélaginu. Þeir fá núna að mætast í alvöru leik áður en Birkir setur skóna upp á hillu.

„Þetta er líklega síðasta tímabilið hjá brósa. Fyrst ég gat ekki verið með honum, þá er gott að mæta honum."

„Það er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir, að mæta honum í alvöru leik. Ég held að mamma hafi sett inn á X-ið í gær að við værum báðir komnir áfram og að hún væri mjög spennt fyrir drættinum í dag. Ég held að öll fjölskyldan sé að fara að mæta á þennan leik, það er bókað mál."

Með hvoru liðinu er mamma þeirra bræðra að fara að halda með í þessum leik?

„Það er miklu meiri Valsari í þeim. Þó þau séu líklega ekki að fara að viðurkenna það þá halda þau væntanlega aðeins meira með Val," sagði Aron.

Klárir að hefna fyrir síðasta ár
Fótboltasumarið er farið af stað en það styttist í það að Lengjudeildin fari að rúlla. Aftureldingu er spáð góðu gengi í sumar og er stefnan hjá liðinu eflaust að fara upp.

„Við erum mjög klárir að hefna fyrir síðasta ár," segir Aron en Aftureldingu var hársbreidd frá því að fara upp í fyrra.

„Við ætlum að sýna að við séum orðnir enn betri. Við getum ekki beðið eftir því að spila fyrsta leikinn á móti Gróttu. Það hefur gengið mjög vel í vetur. Það hafa orðið einhverjar breytingar á hópnum en sami kjarni er til staðar. Við erum að spila vel og leikirnir eru áfram skemmtilegir hjá okkur," segir Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner