Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Petrakov: Hermennirnir treysta á okkur
Mynd: Getty Images

Oleksandr Petrakov, landsliðsþjálfari Úkraínu, er klár í slaginn fyrir umspilsleik gegn Skotlandi í kvöld.


Petrakov segir að þó leikmenn hans hafi margir hverjir fengið lítinn spiltíma á árinu þá séu þeir tilbúnir til að deyja fyrir þjóð sína og munu leggja allt í sölurnar.

„Það er mikil ábyrgð á herðum okkar. Stór hluti stuðningsmanna landsliðsins er í úkraínska hernum," segir Petrakov, sem er fæddur og uppalinn í Kænugarði. „Þeir treysta á okkur."

Hinn 64 ára gamli Petrakov reyndi að skrá sig í herinn en var hafnað vegna aldurs og fyrri starfa, þar sem hann hefur enga reynslu af hernaði.

„Það væri ekki rétt að flýja úr borginni sem ég fæddist í. Þeir sögðu mér að ég væri of gamall og alveg reynslulaus, þeir sögðu mér að ég gæti gert meira gagn fyrir herinn með því að vinna HM."


Athugasemdir
banner
banner
banner