Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júlí 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Arnar Sveinn: Atli Sveinn á fallegar minningar af mér á kantinum
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerðist allt nokkuð hratt - ég heyrði fyrst af áhuga á laugardagskvöldið og hitt Atla Svein (Þórarinsson) og Óla Stígs í kjölfarið á sunnudeginum. Mér leist vel á það sem þeir fóru yfir með mér og svo auðvitað þekki ég Atla Svein vel frá því að við spiluðum saman hjá Val," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í gær en Fylkir fékk hann í gær á láni frá Breiðabliki.

„Á endanum snerist þetta um að maður vill spila, eða í það minnsta eiga möguleika á því að spila, en það var alls ekki auðvelt að ákveða að kveðja marga góða vini hjá Breiðablik," sagði Arnar en voru fleiri lið inni í myndinni? „Það var eitthvað pot hér og þar en ekkert sem fór í einhverjar viðræður annað en Fylkir."

Arnar Sveinn kom til Breiðabliks frá Val í maí í fyrra en hvernig líst honum á að færa sig yfir í Árbæinn? „Mér líst mjög vel á það. Mér finnst félagið vera á réttri leið og sé að nálgast hlutina á skynsaman hátt. Þeir eru með virkilega flottan hóp og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum."

Arnar Sveinn hefur undanfarin ár spilað sem bakvörður eftir að hafa verið kantmaður í byrjun meistaraflokks ferilsins hjá Val. Hvaða stöðu mun hann spila hjá Fylki?

„Það var öllu haldið opið með það. Ég spilaði á kantinum þegar ég og Atli Sveinn spiluðum saman og hann á einhverjar fallegar minningar af mér síðan þá segir hann. Ég spila bara þar sem teymið vill að ég spili og næ vonandi að hjálpa liðinu sem mest," sagði Arnar Sveinn að lokum, nýkominn úr veiði.

Athugasemdir
banner
banner
banner