Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. apríl 2024 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurbergur Áki til Fylkis (Staðfest)
Í leik með HK í fyrra.
Í leik með HK í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur Áki Jörundsson er kominn í Fylki frá Stjörnunni og skrifar undir samning út tímabilið 2027. Beggi, eins og hann er oftast kallaður, var ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum Stjörnunnar í Bestu deildinni.

Hann er tvítugur og á að baki 16 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af 13 fyrir U19.

Hann á að baki 15 leiki í efstu deild og komu 7 þeirra á láni með HK seinni hluta tímabilsins í fyrra. Árið áður var hann á láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni.

Beggi getur bæði spilað sem djúpur miðjumaður og miðvörður.

„Við bjóðum Sigurberg hjartanlega velkominn til Fylkis og hlökkum til að sjá hann spreyta sig í appelsínugulu treyjunni! Einnig þökkum við Stjörnunni fyrir fagmannleg vinnubrögð í kringum félagsskiptin," segir í tilkynningu Fylkis.



Athugasemdir
banner
banner