Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. október 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn og Svava bitu í það súra epli að byrja á bekknum og tapa
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik er Lommel tapaði fyrir Westerlo í belgísku B-deildinni í kvöld.

Miðjumaðurinn byrjaði á bekknum en kom inn af bekknum á 72. mínútu. Hann fékk gult spjald áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur voru 2-0 fyrir Westerlo, sem er á toppnum með 17 stig. Lommel er í þriðja sæti með tíu stig.

Svava ónotaður varamaður gegn Lyon
Framherjinn Svava Rós Guðmundsdóttir var ónotaður varamaður hjá Bordeaux gegn stórliðinu Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Svava hefur komið við sögu í einum leik af fimm í deildinni á tímabilinu, og þurfti að gera sér það að góðu að vera allan tímann á bekknum í kvöld. Lyon vann leikinn örugglega, 1-4, eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er á mála hjá Lyon, en hún er ekki að spila núna þar sem hún er ólétt. Lyon er á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner