Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Albert sneri aftur í sigri á Almere City
Albert er byrjaður að spila á ný
Albert er byrjaður að spila á ný
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson sneri aftur á völlinn með varaliði AZ Alkmaar er liðið vann Almere City 3-1 í hollensku fyrstu deildinni í kvöld.

Albert þurfti að gangast undir aðgerð á ökkla eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Heracles í lok september.

Hann sneri aftur á völlinn með varaliði AZ í kvöld en hann byrjaði leikinn gegn Almere City.

Honum var skipt af velli í hálfleik en AZ hafði 3-1 sigur í leiknum.

Það er því möguleiki á því að Albert nái landsleiknum gegn Rúmeníu í umspilinu síðar í mánuðnum.

Þess má til gamans geta að Maxim Gullit var einnig í byrjunarliði AZ en hann er sonur Ruud Gullit sem spilaði með Feyenoord, PSV, Milan, Sampdoria og Chelsea og er af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar.


Athugasemdir
banner
banner