Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markadrottningin fjarri góðu gamni
Guðrún er fjarri góðu gamni.
Guðrún er fjarri góðu gamni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Aftureldingar er að glíma við meiðslavandræði í upphafi móts. Í fyrsta leik liðsins gegn Selfossi vantaði meðal annars markaskorarann mikla, Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur.

„Ég veit ekki alveg hvernig staðan er á þeim," sagði Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar, eftir leikinn sem endaði 1-4 fyrir Selfoss.

„Það var beinmar í ökkla hjá Guðrúnu og Ragna Guðrún (Guðmundsdóttir) fer úr hnéskelslið. Þetta verður einhver tími."

Guðrún Elísabet fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði þá 23 mörk í 17 leikjum. Ragna Guðrún spilaði alla leiki liðsins í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hún skoraði í þeim sjö mörk og var mjög mikilvæg í leik liðsins.

Taylor Lynne Bennett var þá ekki með í fyrsta leik og er það svo sannarlega erfitt fyrir nýliðana að vera án þessara leikmanna. Alexander telur þó að aðrir leikmenn séu færir um að stíga upp í þeirra fjarveru.

„ Við erum með það gott lið að það er bara næsti leikmaður sem mun stíga upp og taka hlutverk."

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Þrótti á þriðjudag.
Alexander: Við bognum kannski en við brotnum aldrei
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner