Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2022 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Sjáðu myndina: Alfons með myndarlegt glóðarauga eftir bikarúrslitaleikinn
Mynd: Bodö/Glimt
Alfons Sampsted lék í gær til úrslita í norska bikarnum. Lið hans, Bodö/Glimt, tapaði 1-0 gegn Molde

Alfons fékk að finna fyrir því í leiknum en hann fékk olnbogaskot í andlitið frá andstæðingi sínum snemma leiks. Alfons lét það ekki á sig fá og kláraði leikinn.

Alfons var að horfa á boltann þegar hann fékk olnboga í andlitið. „Það næsta sem gerist er að ég fæ kröftugt högg á andlitið og sé svo að mig vantar annan skóinn. Ég á eftir að sjá þetta aftur. Þetta er svolítið aumt og ég er með svolítinn höfuðverk en ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu," sagði hægri bakvörðurin við NTB eftir leikinn.

Alfons birti mynd af sér í gærkvöldi, í 'story' á Instagram þar sem sést að hann er með myndarlegt glóðarauga eftir höggið.

Bodö/Glimt hefur unnið norsku deildina síðustu tvö tímabil en var að spila til bikarúrslita í fyrsta sinn í nítján ár í gær. Árið 2003 lá liðið 3-1 gegn Rosenborg í úrslitaleik. Liðið varð síðast bikarmeistari árið 1993.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner