Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur getur aukið forystuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og hefst veislan á Origo vellinum við Hlíðarenda þar sem Valur mætir ÍBV í Bestu deild kvenna.


Valur trónir á toppi deildarinnar og getur komið sér í fjögurra stiga forystu með sigri í dag. ÍBV er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum og á tíu stig eftir sex umferðir, fimm stigum minna en Valur.

Augnablik spilar við FH í Lengjudeildinni á meðan Fjölnir mætir Grindavík og Víkingur R. fær Tindastól í heimsókn í toppbaráttunni.

FH getur tekið toppsætið með sigri gegn Augnablik en HK vermir toppsætið sem stendur með fullt hús stiga.

Besta-deild kvenna
17:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)

Lengjudeild kvenna
18:15 Augnablik-FH (Kópavogsvöllur)
18:30 Fjölnir-Grindavík (Extra völlurinn)
19:30 Víkingur R.-Tindastóll (Víkingsvöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner