Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex: Íslendingar eiga það til að vera neikvæðir fljótt
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar," sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Rúnar Alex ræddi við Viaplay eftir leikinn.

„Þeir fá fleiri og hættulegri færi, en við eigum nokkur góð tækifæri til þess að loka þessum leik. Við fengum fín upphlaup sem við hefðum getað gert meira úr."

„Ég hef heyrt að við séum yngsta landslið í Evrópu og ég er mjög ánægður og stoltur að ná að halda út. Þeir fá rosalega mikinn kraft og við stóðum það af okkur. Það er mjög margt jákvætt úr þessum leik."

„Við verðum að virða stigið og halda áfram."

Umræðan er ekki búin að vera sérstaklega jákvæð í kringum liðið að undanförnu. „Við værum allir að ljúga ef við segðum að þetta hefði engin áhrif á okkur. Við erum ungir og tiltölulega reynslulítið lið. Það er mjög skemmtilegt að svara þessu inn á vellinum frekar en að fara á Twitter og æsa sig á móti."

„Íslendingar eiga það til að vera neikvæðir fljótt. Það dettur út heilt byrjunarlið mínus Birkir og Hörður. Við þurfum að fá tíma til að spila okkur saman sem lið. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því. Við höfum fengið mjög mikla og mjög ósanngjarna gagnrýni," sagði Rúnar Alex.
Athugasemdir
banner
banner
banner