Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 10:26
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Mata yfirgefur Man Utd
Mata er 34 ára.
Mata er 34 ára.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata yfirgefur Manchester United þegar samningur hans rennur út í lok mánaðarins.

Þetta er sumar breytinga á Old Trafford en Erik ten Hag er tekinn við stjórnartaumunum. Í gær staðfesti United að Paul Pogba og Jesse Lingard væru á förum en áður hafði verið staðfest að Nemanja Matic, Edinson Cavani og Lee Grant yfirgefa félagið.

Mata hefur unnið fjóra bikara og lék 285 leiki fyrir United þegar hann kom frá Chelsea í janúar 2014.

„Þakka þér fyrir að vera í átta ár af ferli þínum hjá United. Allir hjá félaginu óska þér alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu United.

Hér að neðan má sjá skilaboð frá honum til stuðningsmanna:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner