Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komast nafnarnir í 100 landsleiki í þessu verkefni?
Icelandair
Birkir Bjarna á landsliðsæfingu.
Birkir Bjarna á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn gætu komist í 100 landsleikja klúbbinn í verkefninu sem er núna í gangi.

Ísland er að fara að spila þrjá leiki í undankeppni HM; gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi.

Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru báðir búnir að spila 98 A-landsleiki fyrir leikinn gegn Rúmeníu sem er á dagskrá í kvöld.

Ef þeir spila báðir í kvöld, þá gætu þeir spilað sinn 100. landsleik gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.

Það er aðeins einn í 100 landsleikja klúbbnum núna. Það er Rúnar Kristinsson, núverandi þjálfari KR. Hann spilaði 104 landsleiki frá 1987 til 2004.

Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson hafa báðir spilað 97 A-landsleiki en þeir eru ekki í hópnum að þessu sinni.

Leikurinn í kvöld hefst 18:45 og mun Fótbolti.net fjalla vel um hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner