Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kounde svo reiður að hann hunsar algjörlega Sevilla
Mynd: Getty Images
Jules Kounde, varnarmaður Sevilla, var skotmark Chelsea í sumar og bentu háværar sögusagnir til þess að Chelsea myndi ná Frakkanum til Englands.

Ekkert varð úr því, Sevilla var staðfast á því að samþykkja ekkert tilboð og krafðist þess að Chelsea greiddi riftunarverð, verð sem félag verður að samþykkja, fyrir leikmanninn.

Chelsea var tilbúið að greiða Sevilla 47 milljónir punda en Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla, var ekki að fara samþykkja neitt minna en 68 milljónir punda.

Kounde var ekki með í deildarleik Sevilla gegn Elche um síðustu helgi þar sem ákveðið var að hann væri ekki með hausinn á réttum stað fyrir það verkefni.

Samkvæmt heimildum spænskra miðla þá að það hafa pirrað Kounde sem beið á meðan eftir símtalinu frá Chelsea. Samkvæmt sömu heimildum er Kounde núna það reiður út í Sevilla að hann er algjörlega að hunsa félagið.

Kounde spilaði í gær með franska landsliðinu og fékk rautt spjald fyrir tæklingu á Sead Kolasinac í 1-1 jafntefli gegn Bosníu og Hersegóvínu.
Athugasemdir
banner
banner