Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel: Okkur er öllum létt að Werner skoraði
Mynd: EPA
Chelsea vann 3-1 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea er á toppi deildarinnar í bili að minnsta kosti.

Trevoh Chalobah kom Chelsea yfir með sínu öðru marki fyrir félagið en James Ward-Prowse jafnaði metin úr vítaspyrnu. Werner kom Chelsea aftur yfir áður en Ben Chilwell innsiglaði sigurinn.

Markið hjá Werner var hans fyrsta á tímabilinu í sex leikjum en hann kom til Chelsea á síðustu leiktíð frá RB Leipzig en hann lék 35 leiki fyrir Lundúnarliðið á síðustu leiktíð og skoraði 6 mörk.

Tomas Tuchel þjálfari Chelsea sagði það mikinn létti að Werner sé kominn á blað á þessari leiktíð.

„Já, okkur er öllum létt, mér, honum og öllu félaginu. Við búumst alltaf við því að VAR muni taka markið af honum, það hefur oft verið tæpt, ég man eftir einu marki gegn Liverpool sem var ótrúlega tæpt."

„Hann verður að halda áfram en hann getur bætt ýmislegt. Þetta var mikilvægt mark, hann var til staðar þegar við þurftum á honum að halda," sagði Tuchel í viðtali við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner