Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Phillips ætlaði í háskóla til Bandaríkjanna en endaði í vörn Liverpool
Jurgen Klopp og Phillips eftir leikinn á laugardag.
Jurgen Klopp og Phillips eftir leikinn á laugardag.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Phillips, varnarmaður Liverpool, var valinn maður leiksins í 2-1 sigrinum á West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Þetta var einungis annar leikurinn Phillips með aðalliði Liverpool en hann spilaði einnig í 1-0 sigri á Everton í enska bikarnum á síðasta tímabili á milli þess sem hann var á láni hjá Stuttgart.

Phillips var látinn fara frá Bolton þegar hann var 19 ára gamall og í kjölfarið bauðst honum skólastyrkur í Norður Karolínu í Bandaríkjunum. Phillips ætlaði að læra hagfræði og spila í háskólaboltanum með von um að komast mögulega síðar í MLS-deildina.

Phillips fékk á sama tíma óvænt boð um að fara til Liverpool á reynslu. Hann stóð sig vel og fékk samning hjá Liverpool tveimur dögum áður en hann átti að fara til Bandaríkjanna í skóla.

Í kjölfarið hóf Phillips æfingar með U23 ára liði Liverpool og hann fór síðar inn í aðalliðshópinn.

Meiðsli Joel Matip og Virgil van Dijk gáfu Phillips síðan tækifæri á fyrsta byrjunarliðsleiknum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liverpool mætir Atalanta í Meistaradeildinni á morgun en Phillips er ekki skráður í 25-manna hóp Liverpool í þeirri keppni. Því mun hinn ungi Rhys Williams líklega spila á morgun líkt og gegn Midtjylland í síðustu viku.

Sjá einnig
Nathaniel Phillips: Hefur dreymt þetta frá æsku

Athugasemdir
banner
banner