Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 22:40
Aksentije Milisic
Setien við Messi: Veist hvar dyrnar eru
Mynd: Getty Images
Fyrrverandi stjóri Barcelona, Quique Setien og Lionel Messi áttu ekki í góðu sambandi og nú hafa atburðir sem áttu sér stað komið fram.

Setien var rekinn eftir niðurlægjandi 8-2 tap gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu og þá tókst liðinu ekki að vinna deildina.

Messi var ekki ánægður með upplegg Setien og samkvæmt Mundo Deportivo þá sagði Messi við Setien að hann ætti að bera virðingu fyrir leikmönnum sem hafa unnið meira en hann. Þetta sagði hann eftir að Barcelona missteig sig gegn Celta Vigo í júní mánuði.

„Ef þér líkar illa við það sem ég sagði, þá veistu hvar dyrnar eru," á Setien að hafa sagt. Messi er sagður hafa hlegið af þessum ummælum Setien.

Josep Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona á dögunum en hann og Messi áttu í slæmu sambandi. Messi reyndi að komast frá Barcelona í sumar en það gekk ekki eftir.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner