Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. janúar 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frans páfi syrgir Maradona: Ljóðskáld á vellinum
Sendi fjölskyldunni rósakrans
Mynd: Getty Images
Frans páfi, sá fyrsti í rúmlega 1200 ár sem er fæddur utan Evrópu, syrgir argentínsku þjóðarhetjuna Diego Maradona og er búinn að senda fjölskyldu hans rósakrans með samúðarkveðjum.

Frans ræddi um andlát Maradona á nýju ári og minntist hans af ást og kærleik.

„Ég hitti Diego Armando Maradona á friðarleik 2014. Ég man með mikilli ánægju allt sem Diego gerði fyrir Scholas Occurrentes samtökin sem aðstoða fátæk börn um allan heim," sagði Frans.

„Á vellinum var hann ljóðskáld, sannur meistari sem færði gleði í hjarta milljóna. Á sama tíma var hann afar viðkvæmur maður.

„Þegar ég frétti af andláti hans bað ég fyrir honum og sendi fjölskyldunni rósakrans með persónulegum samúðarkveðjum."


Maradona var umdeildur persónuleiki þar sem hann glímdi við fíkn og var duglegur að gefa frá sér misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum, þá sérstaklega eftir að ferlinum innan vallar lauk.
Athugasemdir
banner
banner
banner