Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Mikil endurnýjun hjá Barcelona framundan?
Lautaro Martínez er á óskalista Barcelona.
Lautaro Martínez er á óskalista Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport segir að það verði mikil endurnýjun á leikmannahópi Barcelona í sumar. Félagið er sagt ætla að smíða nýtt lið í kringum sína stærstu stjörnu, Lionel Messi.

Börsungar hyggjast fá inn tvo nýja varnarmenn og tvo sóknarmenn í sumarglugganum.

Barcelona tapaði 2-0 gegn Real Madrid á sunnudagskvöld en Messi þótti of einangraður í leiknum.

Sagt er að Börsungar vilji kaupa miðvörð og hægri bakvörð í vörnina en Quique Setien, þjálfari liðsins, er aðeins með þrjá kosti í miðvörðinn. Það eru þeir Gerard Pique, Clement Lenglet og Samuel Umtiti.

Sóknarlega er Barcelona að skoða tvo leikmenn, einn vængmann og einn fremsta mann sem getur hjálpað að dreifa álaginu á Luis Suarez. Þá er félagið opið fyrir því að fá inn miðjumann ef rétti leikmaðurinn er laus á markaðnum.

Lautaro Martínez, sóknarmaður Inter, er einn af þeim sem hefur verið orðaður við Börsunga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner