Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. júlí 2021 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Danmörk inn í undanúrslitin
Mynd: EPA
Tékkland 1 - 2 Danmörk
0-1 Thomas Delaney ('5 )
0-2 Kasper Dolberg ('42 )
1-2 Patrik Schick ('49 )

Eftir að hafa yfirstigið mikið áfall í upphafi móts, þá er Danmörk núna komin í undanúrslit Evrópumótsins.

Danmörk byrjaði stórkostlega gegn Tékklandi í átta-liða úrslitunum í dag. Thomas Delaney skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur.

Staðan var 2-0 í hálfleik því Kasper Dolberg bætti við öðru marki á 42. mínútu. Joakim Mæhle átti stórkostlegan bolta fyrir frá vinstri og Dolberg var réttur maður á réttum stað.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði ekki jafnvel og sá fyrri fyrir Dani því Patrik Schick minnkaði muninn fyrir Tékkland innan við fimm mínútum eftir að flautað var til leiks í seinni hálfleik.

Danir vörðust vel eftir mark Tékka og fundu Tékkar engar glufur í raun. Lokatölur 2-1 fyrir Danmörku sem mætir annað hvort Englandi eða Úkraínu í undanúrslitunum.

England og Úkraína eigast við eftir rétt rúman klukkutíma, í Róm.
Athugasemdir
banner
banner