Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. september 2022 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Leao og Giroud afgreiddu Inter í fimm marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Milan 3 - 2 Inter
0-1 Marcelo Brozovic ('21)
1-1 Rafael Leao ('28)
2-1 Olivier Giroud ('54)
3-1 Rafael Leao ('60)
3-2 Edin Dzeko ('67)


AC Milan og Inter áttust við í borgarslagnum um Mílanó og jafnframt einum eftirvæntasta leik tímabilsins enda voru þau titilbaráttuliðin á síðustu leiktíð.

Marcelo Brozovic tók forystuna fyrir Inter í ótrúlega fjörugri viðureign. Brozovic slapp í gegnum vörn Milan eftir frábæran undirbúning frá Lautaro Martinez.

Það liðu þó aðeins sjö mínútur þar til Rafael Leao svaraði fyrir Milan eftir góðan undirbúning frá Sandro Tonali og var staðan jöfn, 1-1, eftir skemmtilegan fyrri hálfleik.

Milan skipti um gír í upphafi síðari hálfleiks þar sem Leao og Olivier Giroud lögðu upp mörk fyrir hvorn annan. Leao gaf boltann fyrst á Giroud sem endurlaunaði svo greiðann sex mínútum síðar og staðan orðin 3-1.

Simone Inzaghi gerði þrefalda skiptingu eftir markið þar sem Edin Dzeko og Henrikh Mkhitaryan komu meðal annars inná. Dzeko skoraði nokkrum mínútum eftir innkomuna og því aðeins eitt mark sem skildi liðin að síðustu 25 mínútur leiksins.

Inter komst nálægt því að jafna en Mike Maignan varði vel og urðu lokatölur 3-2.

Milan er enn ósigrað á leiktíðinni með ellefu stig eftir fimm umferðir. Inter er með níu stig.

Lazio og Napoli eigast svo við í lokaleik dagsins og er hægt að búast við skemmtilegri viðureign þar sem Ciro Immobile mætir Victor Osimhen. Maurizio Sarri mætir Luciano Spalletti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner