Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. september 2022 10:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Komdu með stuðninginn - „Ekki hægt að tala saman á vellinum"
Icelandair
Fagna fyrir framan áhorfendurna eftir sigurinn í gærkvöldi
Fagna fyrir framan áhorfendurna eftir sigurinn í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland vann frábæran 6-0 sigur á Hvíta Rússlandi í undankeppni HM í gærkvöldi. Icelandair er einn helsti styrktaraðili kvennalandsliðsins og hefur verið með skilaboðin „Komdu með stuðninginn".

Icelandair hefur biðlað til fólks að styðja við bakið á stelpunum okkar en fyrirtækið bauð öllu sínu starfsfólki sem hefði áhuga miða fyrir tvo á leikinn í gær og stóð þannig við stóru orðin sjálf um að „koma með stuðninginn“.


Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Landsliðskonurnar og Steini þjálfari vildu sjá þjóðina fylla Laugardalsvöll. Það tókst ekki alveg en rúmlega 4000 manns mættu til að styðja liðið og létu vel í sér heyra.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægðar með stuðninginn eftir leikinn.

„Ég var hissa. Manni leið frekar eins og það væru 7500 manns, það var ekki hægt að tala saman á vellinum. Það sátu margir í báðum stúkunum. Mér finnst þetta frábært og ég er virkilega þakklát fólkinu sem kom, þetta gefur okkur mikið. Vonandi höldum við áfram að fá fleira og fleira fólk, við þurfum á því að halda, kvennaboltinn er á miklu skriði," sagði Dagný.

„Mér leið eins og það væru fleiri á vellinum. Maður er alltaf þakklátur þeim sem koma og styðja okkur en auðvitað vill maður alltaf sjá fleiri," sagði Sara Björk en hægt er að sjá bæði viðtöl hér fyrir neðan.

Sara Björk: Tilfinning sem maður hefur saknað
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Athugasemdir
banner
banner
banner