Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Kristrún Rut tapaði - Óskar Tor horfði á sigur Hacken
Kristrún Rut spilaði með Selfoss áður en hún hélt út.
Kristrún Rut spilaði með Selfoss áður en hún hélt út.
Mynd: Selfoss
Nokkur Íslendingalið mættu til leiks í dag en aðeins einn Íslendingur kom við sögu, hún Kristrún Rut Antonsdóttir sem leikur fyrir Mallbacken í Svíþjóð.

Kristrún Rut kom inn í leikhlé í erfiðum leik gegn toppliði AIK sem Mallbacken tapaði 1-3.

Mallbacken á enga von um að komast upp í efstu deild í ár þar sem liðið siglir lygnan sjó um miðja deild, með 26 stig eftir 19 umferðir.

Óskar Tor Sverrisson var þá ónotaður varamaður hjá Häcken sem vann góðan sigur á Falkenberg og er áfram í öðru sæti sænsku deildarinnar, sex stigum eftir Malmö.

Óskar, sem er 27 ára vinstri bakvörður, spilaði 90 mínútur í tapi í toppslag gegn Malmö í síðustu umferð en hefur annars fengið lítið af tækifærum hjá félaginu.

Bjarni Mark Antonsson var þá ekki í hópi Brage sem vann Örgryte í sænsku B-deildinni og að lokum var Birkir Valur Jónsson ekki í hópi hjá Spartak Trnava sem tapaði á heimavelli í Slóvakíu.

Að lokum var Samúel Kári Friðjónsson ekki í leikmannahópi Paderborn sem gerði markalaust jafntefli við Heidenheim í þýsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner