Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Osimhen vill að foreldrar fræði börnin - „Þurfa að skilja hversu ógeðslegt þetta er"
Victor Osimhen
Victor Osimhen
Mynd: EPA
Joe Barone, framkvæmdastjóri Fiorentina, hefur beðið Victor Osimhen, Kalidou Koulibaly og André-Frank Zambo Anguissa, leikmenn Napoli, afsökunar á kynþáttafordómunum sem þeir urðu fyrir í 2-1 sigrinum á Flórensarliðinu í dag.

Stuðningsmenn Fiorentina létu öllum illum látum eftir leik og voru með kynþáttafordóma í garð svartra leikmanna Napoli.

Victor Osimhen og Kalidou Koulibaly voru öskureiðir yfir þessari hegðun og höfðu ástæðu til en Osimhen birti færslu á Twitter þar sem hann óskaði eftir því að foreldrar tali við börn sín og fái þau til að skilja að það er ógeðslegt að hata einstaklinga vegna húðlitar.



Koulibaly heyrði í stuðningsmönnunum og lét þá heyra það fyrir þessa hegðun en Barone, framkvæmdastjóri Fiorentina, gekk inn í klefa Napoli eftir leik og bað leikmenn afsökunar á framferði þeirra.
Athugasemdir
banner