Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. október 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep: Leikmenn verða að sýna tilfinningar
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það lið sem sigrar í dag getur farið á toppinn í deildinni. Liverpool er í 2. sæti tveimur stigum á eftir Chelsea sem vann 3-1 sigur á Southampton í gær.

City er þremur stigum á eftir Chelsea og með tveggja marka sigri í dag fer liðið á toppinn.

Pep Guardiola stjóri City sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir verið að sýna miklar tilfinningar fyrir leikinn.

„Allar þessar tilfinningar verða að vera til staðar, spenna, stress, pressa. Ef þú finnur ekki fyrir þeim í svona mikilvægum leikjum, þá er þetta ekki fyrir þig. Ég finn ennþá þessar tilfinningar fyrir leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner