Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. janúar 2021 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um breytingarnar: Þurfum hraða og tækni
Jürgen Klopp tók djarfar ákvarðanir í valinu á byrjunarliðinu
Jürgen Klopp tók djarfar ákvarðanir í valinu á byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, ræddi við Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Southampton í kvöld en hann talaði þar um hlutverk Jordan Henderson í leiknum.

Henderson byrjar í miðverði með Fabinho sér við hlið í kvöld á meðan Thiago Alcantara kemur inn á miðjuna. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Thiago frá því hann meiddist á hné gegn Everton í október.

Henderson er ekki vanur að spila í miðri vörn en getur þó leyst það hlutverk. Klopp er því með tvo miðjumenn í vörninni á meðan Alex Oxlade-Chamberlain og Gini Wijnaldum hjálpa Thiago á miðjunni.

„Við þurfum hraða og tækni. Við þurfum að fá allt frá honum í þessum leik. Við höfum tekið þrjár æfingar og hann hefur aðeins spilað þessa stöðu áður," sagði Klopp.

„Southampton er að spila líflega 4-4-2 taktík. Þeir eru aggresífir og hugrakkir. Það þarf að spila fótbolta og það er eitthvað sem við gerum. Við þurfum réttu leikmennina í réttu stöðunum og ég vona að Thiago geti haft áhrif en þetta snýst ekki bara um hann," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner