Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: SR með sterkan sigur í fyrsta heimaleik Uppsveita
Guðfinnur Þórir skoraði fyrir SR.
Guðfinnur Þórir skoraði fyrir SR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppsveitir 1 - 2 SR
0-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('33)
1-1 Pétur Geir Ómarsson ('45)
1-2 Hrafn Ingi Jóhannsson ('48, víti)
Rautt spjald: Gústaf Sæland, Uppsveitir ('90)

Í kvöld var einn leikur spilaður í 4. deild karla og var hann í B-riðlinum.

Uppsveitir fengu SR í heimsókn í fyrsta heimaleik þeirra á tímabilinu. Gestirnir úr Laugardal tóku forystuna þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Markið gerði Guðfinnur Þórir Ómarsson.

Staðan var þó 1-1 í hálfleik því Pétur Geir Ómarsson jafnaði áður en liðin fengu hálfleiksræður sínar.

Snemma í seinni hálfleik komst SR aftur yfir. Hrafn Ingi Jóhannsson skoraði af vítapunktinum. Heimamenn náðu ekki að svara og dugði markið því SR til sigurs.

Lokatölur 1-2 og er SR núna í þriðja sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki. Uppsveitir eru með þrjú stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner