Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 04. júní 2022 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður með byrjunina í Svíþjóð - „Þetta er mjög sóknarsinnað lið"
Davíð Kristján Ólafsson í landsleiknum gegn Ísrael
Davíð Kristján Ólafsson í landsleiknum gegn Ísrael
Mynd: Getty Images
Mynd: KSÍ
Davíð Kristján Ólafsson er á sínu fyrsta tímabili með sænska félaginu Kalmar en liðið hefur gert ágætis hluti í byrjun leiktíðar. Hann ræddi aðeins við Fótbolta.net um fyrstu mánuðina í nýju liði

Íslenski landsliðsmaðurinn yfirgaf Álasund um áramótin og gekk í raðir Kalmar.

Kalmar leikur í sænsku úrvalsdeildinni og var þetta því öflugt skref fyrir Davíð. Hann hafði verið í liði sem var að flakka á milli deilda en er nú kominn í stabílt úrvalsdeildarlið.

Davíð er fastamaður hjá Kalmar og segist hann ánægður með byrjunina en spilamennska hans hefur skilað honum í íslenska A-landsliðið.

„Bara mjög vel. Við höfum staðið okkur mjög vel á móti stóru liðunum en aðeins misst dampinn í leikjum sem við eigum meiri möguleika á að vinna. Þetta er búið að vera smá upp og niður en annars erum við í sjötta sæti og enduðum á svo 'disappointing' jafntefli á móti Mjällby í síðasta leik en heilt yfir búið að byrja mjög vel."

„Já, klárlega. Bara halda mér í liðinu og er að spila í mjög góðu liði í Svíþjóð. Þetta er búið að ganga mjög vel,"
sagði Davíð.

Hann spilar stöðu vinstri bakvarðar, annað hvort í fjögurra manna varnarlínu eða sem vængbakvörður í 5-3-2 kerfi. Davíð segir þetta mjög sóknarsinnað hjá Kalmar og að markmið liðsins séu fyrst og fremst að spila skemmtilegan fótbolta.

„Ekkert þannig séð. Hægri bakvörðurinn er mjög góður sóknarlega, þannig hann er mikið uppi. Þannig það er ekkert stress fyrir mig að liggja til baka. Ég tek mjög mikinn þátt í að byggja úr vörn yfir í sókn en alls ekkert meira en í Noregi. Þetta er mjög sóknarsinnað fótboltalið."

„Ég myndi segja að við viljum enda eins hátt og við getum en fyrst og fremst spila góðan fótbolta. Þessi þjálfari spilar á ákveðin hátt og við reynum að gera það fyrir hann. Við erum á endalausum fundum og þegar við spilum vel þá spilum við mjög vel," sagði hann í lokin.

Davíð kom inná sem varamaður í 2-2 jafntefli íslenska landsliðsins gegn Ísrael á dögunum og er líklegt að hann fái fleiri tækifæri í landsliðsglugganum í júní.
Davíð Kristján um landsliðsvalið: Var að horfa á þátt og svo hringdi vinur minn í mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner