Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfest að Derby spilar áfram í Championship
Wayne Rooney stýrir Derby County.
Wayne Rooney stýrir Derby County.
Mynd: Getty Images
Derby mun halda sæti sínu í ensku Championship-deildinni fyrir næstu leiktíð.

Derby bjargaði sér frá falli á lokadegi deildarinnar fyrir rúmum mánuði síðan.

Samkvæmt ensku deildinni þá er ekki allt með réttu í bókhaldi Derby og hefur félagið verið sektað um 100 þúsund pund vegna þess.

Það var einnig sagt að möguleiki væri á því að stig yrðu tekin af af félaginu frá síðustu leiktíð. Núna hefur það hins vegar fengist staðfest að það verði ekki gert og Derby verður því áfram í næst efstu deild.

Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins, er stjóri Derby en það er ekki bjart yfir félaginu þessa dagana. Það hefur lengi verið talað um eigendaskipti en það hefur ekki gengið smurt fyrir sig. Það eru ekki margir leikmenn hjá félaginu þessa stundina og verður áhugavert að sjá hvernig lærisveinar Rooney koma inn í næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner