Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Saksóknarar í París eru með mál Pogba á borðinu
Leonardo Bonucci sáttur að vera kominn með gamla liðsfélaga sinn aftur til baka.
Leonardo Bonucci sáttur að vera kominn með gamla liðsfélaga sinn aftur til baka.
Mynd: Getty Images

Franskir saksóknarar eru með mál Paul Pogba á borðinu eftir tilkynningu frá fótboltastjörnunni um fjárkúgunartilraunir stóra bróðurs sins og vina hans sem eru partur af skipalögðu glæpagengi.


Pogba kvartaði fyrst undan þessu til yfirvalda á Ítalíu um miðjan júlí eftir að það vakti óhug hans að sjá meðlimi glæpagengisins nálægt æfingasvæði sínu bæði í Manchester og svo í Tórínó.

Laure Beccuau, saksóknari í París, segir að það verði farið gaumgæfilega yfir málið þar sem ásakanirnar séu þungar. Pogba ásakar bróður sinn og vini hans meðal annars um vopnaða fjárkúgun, mannrán og aðild að glæpsamlegu samsæri.

Þetta virðist vera afar dramatískt fjölskyldumál sem byrjaði fyrir alvöru fyrr á þessu ári. Atvikin sem franskir saksóknarar eru með til skoðunar áttu sér öll stað á milli mars og júlí 2022.

Pogba, 29 ára, skipti frá Manchester United yfir til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Hann hefur lengi verið einn af launahæstu fótboltamönnum heims og er ríkjandi heimsmeistari með Frakklandi.

Sjá einnig:
Drama hjá Pogba-fjölskyldunni - Reyndi að kúga bróður sinn um 13 milljónir
Er til myndband af Pogba að leggja bölvun á bróður sinn?


Athugasemdir
banner
banner
banner