Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. október 2020 10:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið morgunsins: Maddison ekki með Leicester
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir sem fara af stað samtímis klukkan 11:00 í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin fjögur verið staðfest.

Leicester tekur á móti West Ham annars vegar á meðan Southampton og West Brom eigast við á St. Mary's leikvanginum.

Í Leicester mæta lærisveinar Brendan Rodgers til leiks með fimm manna varnarlínu og má finna nýju leikmenn liðsins Wesley Fofana og Cengiz Ünder á varamannabekknum.

Brendan Rodgers gerir eina breytingu á liðinu sem skoraði fimm mörk gegn Manchester City í síðustu umferð þar sem Ayoze Perez kemur inn í liðið fyrir Dennis Praet.

James Maddison er ekki í leikmannahópi Leicester vegna smávægilegra meiðsla en hann hefur enn ekki verið í byrjunarliðinu á úrvalsdeildartímabilinu. Hann hefur verið að koma mikið inn af bekknum og skoraði glæsilegt mark í stórsigri gegn Man City um síðustu helgi.

David Moyes gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem lagði Wolves að velli 4-0 í síðustu umferð þar sem Vladimir Coufal kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir Ryan Fredericks sem er meiddur.

Leicester: Schmeichel, Castagne, Soyuncu, Evans, Amartey, Justin, Mendy, Tielemans, Perez, Barnes, Vardy
Varamenn: Ward, Fofana, Fuchs, Choudhury, Albrighton, Ünder, Iheanacho

West Ham: Fabianski, Coufal, Balbuena, Ogbonna, Cresswell, Masuaku, Rice, Soucek, Fornals, Bowen, Antonio
Varamenn: Randolph, Johnson, Noble, Lanzini, Yarmolenko, F. Anderson, Haller



Southampton tekur þá á móti nýliðum West Brom og gerir hvorugur knattspyrnustjórinn breytingar á byrjunarliðinu.

Heimamenn í Southampton unnu Burnley í síðustu umferð á meðan nýliðarnir komust þremur mörkum yfir gegn Chelsea á Stamford Bridge en misstu forystuna niður og gerðu jafntefli.

Branislav Ivanovic og Filip Krovinovic, nýir leikmenn West Brom, eru á bekknum.

Southampton: McCarthy, Walker-Peters, Bednarek, Vestergaard, Bertrand, Armstrong, Ward-Prowse, Romeu, Djenepo, Adams, Ings.
Varamenn: Forster, Stephens, Long, Redmond, Obafemi, Valery, Smallbone.

West Brom: Johnstone, Bartley, Ajayi, Bartley, O’Shea, Townsend, Pereira, Livermore, Sawyers, Diangana, Robinson.
Varamenn: Button, Furlong, Robson-Kanu, Harper, Krovinovic, Ivanovic, Field.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner