Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og Porto náðu samkomulagi um Telles
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Alex Telles var að undirbúa sig fyrir flug heim til Brasilíu fyrir landsleikjahlé en flugmiðanum hefur verið breytt, hann er á leið til Manchester.

Þar mun hann skrifa undir samning við Manchester United sem náði samkomulagi um kaupverð við Porto. Telles flýgur til Manchester síðar í dag og fer í læknisskoðun á morgun.

Ekki var ljóst hvort skiptin færu í gegn fyrir gluggalok eða ekki þar sem Porto heimtaði 22 milljónir punda fyrir leikmanninn á meðan Rauðu djöflarnir tímdu ekki meira en 15 milljónum.

Að lokum var það portúgalska stórveldið sem gaf sig og samþykkti 15 milljón punda boð Rauðu djöflanna.

Telles er 27 ára og hefur spilað næstum 200 leiki á fjórum árum hjá Porto. Þar áður lék hann 22 leiki að láni hjá Inter en hans fyrsta félag í Evrópu var tyrkneska stórveldið Galatasaray.

Hann á einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu og mun líklegast fara beint inn í byrjunarliðið hjá Man Utd, þar sem hann mun berjast við Luke Shaw og Brandon Williams um sæti.

Porto hefur miklar mætur á Telles en samþykkti tilboð Man Utd því bakvörðurinn rennur út á samningi næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner