Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 11:05
Elvar Geir Magnússon
Færeyska Betri-deildin fer af stað á morgun
Úr leik í færeysku deildinni.
Úr leik í færeysku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í færeysku deildinni fer af stað um helgina en deildin kallast Betri-deildin, aðalstyrktaraðili deildarinnar er bankinn Betri.

EB/Streymur og Fuglafjörður mætast í opnunarleik deildarinnar á morgun en aðrir leikir fyrstu umferðar verða á sunnudag.

Öll tíu lið deildarinnar spila á gervigrasi og þar er leikin þreföld umferð.

HB er tvöfaldur meistari í Færeyjum en Heimir Guðjónsson stýrði liðinu 2018-2019. HB mætir NSÍ Runavík, fyrrum félagi Guðjóns Þórðarsonar, í fyrstu umferðinni.

HB vann NSÍ um síðustu helgi í leiknum um færeyska Ofurbikarinn, 3-1 enduðu leikar. Daninn Jonas Dal Andersen tók við þjálfun HB fyrir tímabilið.

Enginn Íslendingur er í deildinni sem stendur.

Færeyjum hefur gengið vel í baráttu sinni við Covid-19 faraldurinn og eru áhorfendur leyfðir frá byrjun deildarinnar, 100 leyfðir í hverju hólfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner