Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. apríl 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
Hannes yfirgefur Qarabag (Staðfest) - Fer hann í Val?
Hannes er 34 ára og hefur leikið 59 landsleiki.
Hannes er 34 ára og hefur leikið 59 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Qarabag í Aserbaidsjan hefur tilkynnt að Hannes Þór Halldórsson sé ekki lengur leikmaður liðsins. Í tilkynningu segir að samkomulag hafi verið gert um riftun á samningi hans.

Hannesi er óskað góðs gengis í framtíðinni.

Háværar sögusagnir hafa verið í gangi um að Hannes hafi þegar gert munnlegt samkomulag við Íslandsmeistara Vals.

Hannes ræddi við fjölmiðla í síðasta landsliðsverkefni og var spurður að því hvort hann væri á heimleið?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég gerði tveggja ára samning við Qarabag. Planið var að vera þar í tvö ár og það er það enn. Svo er ég ekkert hress með stöðuna og það er ekkert leyndarmál, ég er ekkert að spila og þá geta hlutirnir breyst. Við þurfum bara að sjá hvað gerist," sagði Hannes þann 20. mars.

Hann vildi ekki útiloka það að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Maður getur ekkert útilokað neitt í fótbolta. Hvort ég verði í Pepsi-deildinni, í Aserbaidsjan eða annars staðar er óráðið."

Hver er skýringin á því að hann fékk skyndilega ekkert að spila með Qarabag?

„Þetta er milljón dollara spurningin. Ég var kominn í góðan takt með liðinu í október - nóvember og síðan spila ég einn slakan leik gegn Sporting Lissabon. Það hefur verið frost síðan. Það gerðist eitthvað á þessum tíma sem gerðist frá því að félagið var æst í að fá mig og gat ekki beðið eftir undirskrift og þangað til að það var U-beygja og engar mínútur. Þú þarft að heyra í félögum mínum úti því ég hef ekki svörin."

Hannes er 34 ára og hefur leikið 59 landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner