Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. maí 2020 17:06
Elvar Geir Magnússon
Endurkoma fótboltans myndi lyfta anda þjóðarinnar
Dominic Raab.
Dominic Raab.
Mynd: Getty Images
Endurkoma ensku úrvalsdeildarinnar myndi lyfta anda bresku þjóðarinnar. Þetta segir þingmaðurinn Dominic Raab sem hefur verið feykilega áberandi í baráttu Bretlands við kórónaveirufaraldurinn.

Tæpir tveir mánuðir eru síðan ensku úrvalsdeildinni var frestað vegna útbreiðslu faraldursins. Flest lið eiga eftir að spila níu deildarleiki á tímabilinu.

„Það myndi lyfta anda þjóðarinnar að fá fótboltann aftur. Ríkisstjórnin hefur átt fundi með yfirmönnum íþróttamála um að íþróttirnar snúa aftur þegar það er öruggt," segir Raab.

„Áætlað er að íþróttir fari aftur af stað án áhorfenda í næsta skrefi. Það er eitthvað sem verið er að ræða núna. En það verður bara hæggt þegar grænt ljós kemur frá heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum."

Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock hefur sagt að hann sé fylgjandi því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. En öryggi og heilbrigði fólks séu í algjörum forgangi.

Óljóst er hvenær enski boltinn kemst aftur af stað en í landinu eru bundnar vonir við að það verði í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner