Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vöktu litla lukku í úrvalsdeildinni en hjálpuðu Real í framlengingunni
Dani Ceballos knúsar Karim Benzema eftir leikinn í gær
Dani Ceballos knúsar Karim Benzema eftir leikinn í gær
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn, Carlo Ancelotti, gerði áhugaverðar breytingar í framlengingunni gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær en það voru leikmenn sem riðu ekki feitum hesti frá tíma þeirra í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir að Rodrygo hafði skorað tvö mörk undir lok leiksins og tryggt Real Madrid í framlengingu var ljóst að Ancelotti þurfti að fá inn ferskar lappir.

Á 104. mínútu setti hann Dani Ceballos inn fyrir Karim Benzema en síðustu tvö ár hafði Ceballos spilað á láni hjá Arsenal í tvö tímabil þar sem hann náði náði ekki alveg að heilla þrátt fyrir að hafa byrjað 48 leiki yfir tvö tímabil.

Ceballos snéri aftur til Madrídinga á síðasta ári en missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla. Nú er hann í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning og virðist allt vera í blóma hjá spænska miðjumanninum.

Þá kom varnarmaðurinn, Jesus Vallejo, inná á 115. mínútu fyrir Eder Militao en sá átti í töluvert meiri erfiðleikum en Ceballos. Hann var lánaður til Wolves tímabilið 2019-2020 en spilaði aðeins tvo deildarleiki og fimm í bikar. Hann stóðst engan veginn þær væntingar sem gerðar voru til hans og yfirgaf hann félagið í janúar og lánaði Real Madrid hann svo í kjölfarið til Granada.


Athugasemdir
banner