Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júní 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Lewandowski eiga betra skilið
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Robert Lewandowski á núna í erjum við þýska stórveldið Bayern München.

Lewandowski hefur átt mögnuð átta ár með Bayern þar sem hann hefur verið aðalmaðurinn í liði sem hefur unnið fjölda titla, þar á meðal Meistaradeildina. Á ákveðnum augnablikum hefur hann verið besti leikmaður í heimi.

En núna vill hann fara, fá nýja áskorun áður en ferlinum lýkur. Hann verður 34 ára seinna í sumar.

Jonathan Wilson skrifaði í gær grein í Guardian þar sem hann gagnrýnir það hvernig Bayern hefur komið fram við Lewandowski, það sé búið að vera klaufalegt. Forráðamenn félagsins hafa sagt að hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum og að hann megi ekki fara.

„Kannski er ekki of kröfuhart að ætlast til þess að leikmenn standi við samninga sem þeir hafa skrifað undir en eftir átta gífurlega afkastamikil ár hjá Bayern er líka eðlilegt að halda að Lewandowski eigi betra skilið en að vera sagt að halda kjafti og gera eins og honum er sagt," skrifar Wilson.

Sambandið hefur súrnað mjög á milli Bayern og Lewandowski undanfarnar vikur og er erfitt að sjá að því verði bjargað. Bayern getur samt kosið að halda pólska sóknarmanninum í eitt ár til viðbótar gegn hans vilja; Bayern þarf ekki að selja hann þó félagið sýni honum ekki virðingu með því að halda í hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner