Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2020 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Óljóst hvort landsleik Tékka og Skota verði frestað eða ekki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikil óvissa ríkir í kringum viðureign Tékklands og Skotlands í Þjóðadeildinni sem á að fara fram á mánudaginn.

Leikurinn á að vera spilaður í Tékklandi, en tékkneska knattspyrnusambandið tilkynnti í gærkvöldi að leiknum yrði frestað vegna Covid-19.

Tveir lykilmenn tékkneska landsliðsins, þeir Tomas Soucek og Patrick Schick, eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánum samskiptum við einn af starfsmönnum landsliðsins sem greindist með veiruna.

Tékkar heimsóttu þó nágranna sína til Slóvakíu í gærkvöldi og skópu 1-3 sigur.

Í dag eru að berast fregnir þess efnis að UEFA sé ekki búið að fresta landsleiknum og hefur Skotum verið ráðlagt að halda áfram að undirbúa sig fyrir leikinn.

UEFA er í viðræðum við tékkneska landsliðið en skoska landsliðið var ekki látið vita af neinu og gaf út yfirlýsingu í morgun.

„Við höfum tekið eftir tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandinu um að mánudagsleiknum verði frestað. Við höfum ekki fengið neina opinbera tilkynningu frá knattspyrnusambandi Tékka vegna málsins og erum búnir að setja okkur í samband við UEFA til að skýra málið," segir í yfirlýsingunni.

Skotar gerðu 1-1 jafntefli við Ísrael í Glasgow í gærkvöldi.

Sjá einnig:
Frestað viðureign Tékklands og Skotlands vegna Covid-19
Athugasemdir
banner
banner
banner