Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Bjarna: Framtíðin er björt
Icelandair
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason fagnaði merkilegum áfanga í kvöld í 2-2 jafnteflinu gegn Norður Makedóníu en hann spilaði 100. leik sinn eins og nafni hans, Birkir Már Sævarsson. Birkir ræddi við Eddu Sif Pálsdóttur hjá RÚV eftir leik.

Birkir er af gullnu kynslóðinni sem kom Íslandi á EM og HM en nú er hann með reyndari mönnum í hópnum.

Hann var alls ekki sáttur með fyrri hálfleikinn eins og allir liðfélagar hans en er þó spenntur fyrir framtíðinni.

„Nei, alls ekki nógu sáttir með fyrri hálfleikinn. Þetta var alls ekki nógu gott en mér fannst við rífa okkur í gang og sýna hvað við stöndum fyrir. Synd að við höfum ekki náð að klára leikinn í lokin."

„Við vorum ekki nógu klárir í þetta. Við sýndum karakter, komum til baka og vorum ekki voðalega langt frá því að taka öll þrjú."


Hann segir að ungu leikmennirnir verði að fá tíma til að koma sér inn í hlutina og segir að framtíðin sé björt.

„Það er gaman að sjá þessa ungu stráka koma inn. Það eru gríðarlega mikil gæði í þessum strákum. Þeir eru margir að koma inn og þeir þurfa fá smá tíma til að koma saman með okkur gömlu og framtíðin er bara björt."

Næsti leikur er gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli á miðvikudag.

„Þetta er gríðarlegt álag. Þrír leikir á stuttum tíma en alltaf gaman að mæta stórum þjóðum. Við bara gírum okkur upp í hann og verðum klárir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner