Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. janúar 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola jákvæður varðandi Solskjær
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola tjáði sig um Manchester United í viðtali fyrr í dag en skiptar skoðanir eru á því hvort Rauðu djöflarnir ættu að halda Ole Gunnar Solskjær við stjórnvölinn eða ekki.

Man Utd byrjaði gríðarlega vel undir stjórn Solskjær í desember 2018 en gengi liðsins fór versnandi í kjölfarið. Gengið hefur verið þokkalegt undanfarnar vikur en liðið er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 31 stig eftir 21 umferð.

„Mér líður eins og liðið sé loksins byrjað að spila eins og hann vill. Það sást jafnvel í síðasta leik gegn Arsenal, það var augljóst hvað hann vildi fá frá sínum mönnum," sagði Guardiola.

„Það er ekki auðvelt að taka við stórveldi eins og Manchester United. Þetta er mjög krefjandi starf."
Athugasemdir
banner
banner