Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lukaku skoraði tvennu í Napolí
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Inter er búið að endurheimta toppsæti ítölsku deildarinnar eftir frábæran sigur á Napoli. Inter er þar jafnt Juventus á stigum, en með betri markatölu.

Romelu Lukaku skoraði tvennu í fyrri hálfleik og komu bæði mörkin eftir skyndisóknir. Í fyrra markinu hljóp hann upp hálfan völlinn með knöttinn í löppunum áður en hann gerði gabbhreyfingu og skoraði með góðu skoti sem fór í stöngina og inn.

Arkadiusz Milik minnkaði muninn úr auðveldu færi en Lautaro Martinez gerði út um viðureignina í síðari hálfleik, þvert gegn gangi leiksins. Heimamenn voru mun betri eftir leikhlé og fengu urmul færa en inn vildi boltinn ekki.

Gengi Napoli á tímabilinu hefur verið skelfilegt og er liðið um miðja deild, með 24 stig eftir 18 umferðir.

Napoli 1 - 3 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('14)
0-2 Romelu Lukaku ('33)
1-2 Arkadiusz Milik ('39)
1-3 Lautaro Martinez ('62)

Udinese hafði þá betur í fallbaráttuslag gegn Lecce. Rodrigo De Paul gerði eina mark leiksins á lokamínútunum.

Heimamenn í Lecce áttu góðan fyrri hálfleik og voru óheppnir að skora ekki en meira jafnræði var með liðunum eftir leikhlé.

De Paul sýndi tæknilega getu sína þegar hann skoraði úr erfiðu færi á 88. mínútu.

Þetta var annar sigur Udinese í röð og er liðið sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Lecce er búið að tapa þremur í röð og er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið, með 15 stig eftir 18 umferðir.

Lecce 0 - 1 Udinese
0-1 Rodrigo De Paul ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner