Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 06. apríl 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að færa gluggann og framlengja samninga
Mynd: Getty Images
FIFA hefur verið að funda með hinum ýmsu stjórnum og nefndum vegna kórónuveirunnar og segir BBC að samkomulag hafi náðst á milli allra aðila.

Áform um að ljúka deildartímabilum í júní eru úr sögunni og hefur þess í stað verið ákveðið að færa félagaskiptagluggann og framlengja samninga knattspyrnumanna sem myndu renna út í sumar.

Samningar þeirra verða framlengdir út tímabilið og mun næsta leiktíð fara seinna af stað og með styttu undirbúningstímabili.

Allir aðilar átta sig á því að framlengingar samninga gætu orðið vandamál lagalega séð en vona að fólk muni koma til móts við hvort annað til að leysa úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp.
Athugasemdir
banner
banner