TV2 í Noregi segir frá því að ákveðin valdabarátta innan Haugesund hafi orðið til þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson hafi ákveðið að segja starfi sínu lausu.
Óskar hafi viljað fá sinn eigin aðstoðarþjálfara en félagið hafi ráðið Danann Sancheev Manoharan í það starf. Paul André Farstad var þá ráðinn sem leikgreinandi og Kamil Rylka sem markvarðarþjálfari.
„Óskar fékk aldrei þann stuðning sem hann taldi sig þurfa til að ná árangri í starfinu," segir í greininni en Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 segir að Óskar hafi verið með íslenskan þjálfara í huga fyrir aðstoðarþjálfarastöðuna.
Það hafi verið mikill munur á hugmyndafræði Óskars og sýn hans á fótbolta miðað við þjálfarateymið. Það er sagt að hann hafi farið á fund hjá félaginu og beðið um það að Manoharan yrði skipt út eða þá að hann myndi sjálfur segja af sér. Þegar félagið hafi ekki gert það sem Óskar vildi, þá hafi hann ákveðið að segja af sér.
Manoharan tekur núna tímabundið við liðinu á meðan Haugesund ræður ráðum sínum.
Óskar hafi viljað fá sinn eigin aðstoðarþjálfara en félagið hafi ráðið Danann Sancheev Manoharan í það starf. Paul André Farstad var þá ráðinn sem leikgreinandi og Kamil Rylka sem markvarðarþjálfari.
„Óskar fékk aldrei þann stuðning sem hann taldi sig þurfa til að ná árangri í starfinu," segir í greininni en Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 segir að Óskar hafi verið með íslenskan þjálfara í huga fyrir aðstoðarþjálfarastöðuna.
Það hafi verið mikill munur á hugmyndafræði Óskars og sýn hans á fótbolta miðað við þjálfarateymið. Það er sagt að hann hafi farið á fund hjá félaginu og beðið um það að Manoharan yrði skipt út eða þá að hann myndi sjálfur segja af sér. Þegar félagið hafi ekki gert það sem Óskar vildi, þá hafi hann ákveðið að segja af sér.
Manoharan tekur núna tímabundið við liðinu á meðan Haugesund ræður ráðum sínum.
Það ráku margir upp stór augu í morgun þegar Haugesund sendi frá sér yfirlýsingu um að Óskar væri hættur sem þjálfari liðsins. Óskar stýrði Haugesund aðeins í sjö keppnisleikjum.
Hann tók við liðinu í október síðastliðnum eftir að hafa gert afar flotta hluti með Breiðablik og Gróttu hér á Íslandi. Stýrði hann Breiðabliki meðal annars til Íslandsmeistaratitils og var hann við stjórnvölinn þegar Blikar urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Óskar Hrafn hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið enn sem komið er.
Athugasemdir